Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

1.jpg

Rafræn ráðgjöf; möguleikar og markmið

Smellið á mynd til að nálgast skýrslu um námskeið í rafrænni ráðgjöf

Nú er hægt að nálgast skýrslu af námskeiði um rafræna ráðgjöf með þeim Jim Sampson og Raimo Vuorinen.

Hægt er að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast skýrsluna. 

 

Raddir fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana.

Nálgast má skýrsluna með því að smella á myndina hér að ofan.

Upplýsingaveita 
um nám og störf

SÆNS fékk styrk Starfsmenntaráðs til að gera þarfagreiningu og framkvæmdar- áætlun um upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.


Samstarf um stefnumótunÍ framhaldi af starfi Sérfræðiseturs innan European Lifelong Guidance Policy Network tekur setrið nú þátt í þróun nýs upplýsinga- og ráðgjafarkerfis um nám og störf. Þessi nýi vefmiðill mun líta dagsins ljós á árinu 2015. Samstarfsaðili í þessu umfangsmikla verkefni er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (www.frae.is). Verkefnið er fjármagnað af IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) styrk frá Evrópusambandinu ásamt Fræðslusjóði. 

Í stefnumótun á sviði náms- og starfsráðgjafar skipar miðlun upplýsinga og ráðgjafar á internetinu háan sess. Slíkur vefmiðill eykur aðgengi að upplýsingum og ráðgjöf og gerir kleift að tryggja gæði upplýsinganna. Ljóst er að ef vel tekst til verða miklar framfarir í náms- og starfsráðgjöf á Íslandi með tilkomu upplýsingakerfisins.