Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

1.jpg

Rafræn ráðgjöf; möguleikar og markmið

Smellið á mynd til að nálgast skýrslu um námskeið í rafrænni ráðgjöf

Nú er hægt að nálgast skýrslu af námskeiði um rafræna ráðgjöf með þeim Jim Sampson og Raimo Vuorinen.

Hægt er að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast skýrsluna. 

 

Raddir fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana.

Nálgast má skýrsluna með því að smella á myndina hér að ofan.

Upplýsingaveita 
um nám og störf

SÆNS fékk styrk Starfsmenntaráðs til að gera þarfagreiningu og framkvæmdar- áætlun um upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.


SÆNSSérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf (SÆNS) var stofnsett sumarið 2009  og tilheyrir Félagsvísindastofnun á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Hlutverk setursins er að auka og efla rannsóknir á sviði náms- og starfsráðgjafar. 

Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir náms- og starfsráðgjöf aukist mjög, bæði hér á landi og í Evrópu. Evrópusambandið leggur mikla áherslu á eflingu náms- og starfsráðgjafar. Í símenntunarstefnu bæði OECD og ESB skipar náms- og starfsráðgjöf mikilvægan sess. Til marks um það hefur ráðherraráð Evrópusambandsins tvívegis (2004 og 2008) gefið út stefnumótandi yfirlýsingar um mikilvægi náms- og starfsráðgjafar. Í tengslum við þessar yfirlýsingar var samstarfsnet 27 Evrópulanda um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf stofnsett árið 2007, European Lifelong Guidance Policy Network.

Sérfræðisetrið starfar í nánu samstarfið við Menntamálaráðuneytið og sér til dæmis um framkvæmd Evrópuverkefnis (ELGPN) um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf þar sem markmiðið er að auka aðgengi að náms- og starfsráðgjöf.

Sérfræðisetrið er samráðs- og þróunarvettvangur í náms- og starfsráðgjöf. SAENS mun sinna stefnumótun í samvinnu við ráðuneyti og hagsmunaaðila. Einnig mun setrið taka að sér innlend og erlend rannsóknar- og þróunarverkefni og sinna matsrannsóknum.