Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

1.jpg

Rafræn ráðgjöf; möguleikar og markmið

Smellið á mynd til að nálgast skýrslu um námskeið í rafrænni ráðgjöf

Nú er hægt að nálgast skýrslu af námskeiði um rafræna ráðgjöf með þeim Jim Sampson og Raimo Vuorinen.

Hægt er að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast skýrsluna. 

 

Raddir fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana.

Nálgast má skýrsluna með því að smella á myndina hér að ofan.

Upplýsingaveita 
um nám og störf

SÆNS fékk styrk Starfsmenntaráðs til að gera þarfagreiningu og framkvæmdar- áætlun um upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.


Raddir fullorðinna í ráðgjöfSérfræðisetrið leiddi fyrstu samnorrænu matsrannsóknina á sviði náms- og starfsráðgjafar árin 2010-2011. Rannsóknin ber titilinn: Voice of users in promoting quality of guidance services for adults in the Nordic countries.

Forsaga:
Lagatextar og aðrir stefnumótandi textar á sviði náms- og starfsráðgjafar voru greindir árið 2009. Hægt var að sjá þrjá meginflokka í stefnumótun og samkvæmt þessum textum hefur náms- og starfsráðgjöf þríþætt hlutverk í norrænni markmiðssetningu:

  1. Bæta persónulega stöðu (citizenship)
  2. Bæta félagslega stöðu (social inclusion)
  3. Vera þjóðhagslega hagkvæm (economic impact)

Næsta skref var að kanna gæði náms- og starfsráðgjafar út frá þeim áhrifum sem fullorðnir ráðþegar geta haft á ráðgjafarsamskipti og stefnumótun.

SAENS leiddi þennan seinni hluta rannsóknarinnar undir stjórn Dr. Guðbjargar Vilhjálmsdóttur.

Gagnasöfnun fór fram í rýnihópum og með spurningalistum á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi samtímis. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þjónustu náms- og starfsráðgjafar við fullorðna á Norðurlöndunum og þau áhrif sem notendur geta haft á stefnumótun og uppbyggingu þjónustunnar.

Meðal þess sem í ljós kom er að langalgengasta tegund ráðgjafar hjá umræddum hópi eru viðtöl augliti til auglitis.
Einnig kom fram munur milli landa á notkun upplýsingatækninnar í ráðgjöf en þar skara Finnar fram úr.

Íslenskir notendur náms- og starfsráðgjafar eru almennt ánægðari með þjónustuna en á hinum Norðurlöndunum. Þeir telja ávinninginn vera meiri og eru ánægðari með þátt náms- og starfsráðgjafans.
Áberandi er að minna er leitað eftir áliti notenda á þjónustunni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.

Íslenskir náms- og starfsráðgjafar virðast nota síma- og tölvutækni minna í ráðgjöf heldur en gert er á hinum Norðurlöndunum.

Eitt af meginmarkmiðum rannsóknarinnar var að komast að því hvort og með hvaða hætti notendur hefðu áhrif á þróun og uppbyggingu náms- og starfsráðgjafar. Niðurstöður gefa ótvírætt til kynna að ekki er hlustað á raddir notenda með markvissum hætti. Notendur hafa tækifæri til að segja álit sitt á ráðgjöfinni á óformlegan hátt t.d. við ráðgjafann beint en markviss og óhát álitsgjöf stendur ekki öllum notendum til boða. Þátttakendur sjálfir töldu bein samskipti við ráðgjafa, kennara, leiðbeinendur, þjónustukannanir og skipulagða umræðuhópa vera árangursríkar leiðir til að koma skoðunum notenda á framfæri.

Hægt er að nálgast skýrslu um rannsóknina á vef Norræna tengslanetsins um fullorðinsfræðslu og hér á heimasíðu SÆNS.

Greinar um verkefnið og helstu niðurstöður birtist í Gátt, ársriti FA um framhaldsfræðslu árin 2010 og 2011 og má nálgast þær hér:

Grein 2011: http://www.frae.is/files/Gatt_2011_033-43_web_42882782.pdf

Grein 2010: http://www.frae.is/files/G%C3%A1tt_2010_web_051-055_2099813285.pdf