Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

1.jpg

Rafræn ráðgjöf; möguleikar og markmið

Smellið á mynd til að nálgast skýrslu um námskeið í rafrænni ráðgjöf

Nú er hægt að nálgast skýrslu af námskeiði um rafræna ráðgjöf með þeim Jim Sampson og Raimo Vuorinen.

Hægt er að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast skýrsluna. 

 

Raddir fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana.

Nálgast má skýrsluna með því að smella á myndina hér að ofan.

Upplýsingaveita 
um nám og störf

SÆNS fékk styrk Starfsmenntaráðs til að gera þarfagreiningu og framkvæmdar- áætlun um upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.


Ný útgáfa: Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferliNýlega kom út nýtt sálfræðilegt próf sem mælir aðlögunarhæfni á starfsferli. Það heitir Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli, skammstafað KANS.

Aðlögunarhæfni á starfsferli er eiginleiki sem nýtist einstaklingum til þess að takast á við bæði
fyrirsjáanlegar og ófyrirsjáanlegar breytingar á starfsferlinum. Mælitækið KANS nýtist til að meta styrkleika eða veikleika
í að laga sig að slíkum breytingum.

Í febrúar næstkomandi verður boðið upp á þjálfunarnámskeið í þessu nýja mælitæki, á vegum Námsmatsstofnunar.