Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

1.jpg

Rafræn ráðgjöf; möguleikar og markmið

Smellið á mynd til að nálgast skýrslu um námskeið í rafrænni ráðgjöf

Nú er hægt að nálgast skýrslu af námskeiði um rafræna ráðgjöf með þeim Jim Sampson og Raimo Vuorinen.

Hægt er að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast skýrsluna. 

 

Raddir fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana.

Nálgast má skýrsluna með því að smella á myndina hér að ofan.

Upplýsingaveita 
um nám og störf

SÆNS fékk styrk Starfsmenntaráðs til að gera þarfagreiningu og framkvæmdar- áætlun um upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.


Miklar breytingar á starfsemi SérfræðisetursFrá og með 31. mars verða miklar breytingar á starfsemi Sérfræðiseturs. Frá september 2012 hefur SÆNS verið samstarfsaðili (partner) Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um gerð vefgáttar sem veitir upplýsingar og ráðgjöf um nám og störf. Gerð vefgáttarinnar hefur verið kostuð af Evrópusambandinu og Fræðslusjóði, á svokölluðum IPA styrk. Þeir stykir eru veittir löndum sem hafa sótt um aðild að ESB. Samið var um samstarf fram til ársins 2015, en vegna breyttrar stefnu íslenskra sjórnvalda hefur ESB sagt samningnum upp.

Þetta þýðir að vefgáttin sem liggur tilbúin á teikniborðinu verður ekki að veruleika a.m.k. í þeirri mynd sem áætlað var. Ingibjörg Hanna Björnsdóttir verkefnisstjóri hættir störfum hjá Sérfræðisetri frá og með deginum í dag. Hún hefur unnið af einurð að framgangi verkefnisins og verður missir af hennar þekkingu á þessu sviði. Stjórn SÆNS þakkar Ingibjörgu Hönnu kærlega fyrir hennar góðu störf.