Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

1.jpg

Rafræn ráðgjöf; möguleikar og markmið

Smellið á mynd til að nálgast skýrslu um námskeið í rafrænni ráðgjöf

Nú er hægt að nálgast skýrslu af námskeiði um rafræna ráðgjöf með þeim Jim Sampson og Raimo Vuorinen.

Hægt er að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast skýrsluna. 

 

Raddir fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana.

Nálgast má skýrsluna með því að smella á myndina hér að ofan.

Upplýsingaveita 
um nám og störf

SÆNS fékk styrk Starfsmenntaráðs til að gera þarfagreiningu og framkvæmdar- áætlun um upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.


KANSKönnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli (KANS)

Ísland er hluti af alþjóðlegu vísindasamstarfi um hönnun á  mælitæki sem á að hjálpa fólki að átta sig aðlögunarhæfni á starfsferli eða Career Adapt-Ability Inventory, CAAI. Aðlögunarhæfni á starfsferli (Career adaptability) er miðlægt hugtak í hugsmíðakenningu starfssálfræðingsins Dr. Mark Savickas um starfsferilinn. Savickas (2005) hefur greint fimm víddir í aðlögunarhugtakinu: umhugsun (e. concern), stjórn (e. control), forvitni (e. curiosity), sjálfstraust (e. confidence) og samvinna (e. co-operation). 

Fyrsta skrefið í rannsókninni var að þýða KANS. Mælitækið var þýtt af teymi sérfræðinga og KANS var því næst lagt fyrir í grunn- og framhaldsskólum (N=491). 

Niðurstöður atriða- og þáttagreiningar bentu til þess að hægt væri að halda áfram með verkefnið hér á landi. Áreiðanleikinn reyndist góður og þáttagreining gaf ágæta niðurstöðu. Nánar er hægt að lesa um þennan fyrsta hluta rannsóknarinnar í MA-ritgerð Guðrúnar Birnu Kjartansdóttur í náms- og starfsráðgjöf á Skemmunni.

Næsta skref var að þróa menningarbundin atriði og fór sú vinna fram árið 2010. Endurbætt útgáfa með menningarbundnum atriðum var lögð fyrir háskólanemendur (N=1249). Nokkrum atriðum var bætt við upprunalega listann sem og tveimur þáttum; Samfélagsvitund og Forlagatrú. Niðurstaðan var sú að þær breytingar sem gerðar voru, skiluðu sér í réttmætari mælingum í nokkrum tilfellum og flest atriði virtust bæta réttmæti mælitækisins. Áreiðanleiki var hár á undirkvörðum að Forlagatrú undanskildi. Hægt er að nálgast lokaritgerð Sigríðar Bríetar Sigurðardóttur (cand. psych) um þennan hluta rannsóknarinnar á Skemmunni.

Stefnt er útgáfu handbókar með lokaútgáfu mælitækisins fyrir fagmenn til að vinna með árið 2012.