Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

1.jpg

Rafræn ráðgjöf; möguleikar og markmið

Smellið á mynd til að nálgast skýrslu um námskeið í rafrænni ráðgjöf

Nú er hægt að nálgast skýrslu af námskeiði um rafræna ráðgjöf með þeim Jim Sampson og Raimo Vuorinen.

Hægt er að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast skýrsluna. 

 

Raddir fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana.

Nálgast má skýrsluna með því að smella á myndina hér að ofan.

Upplýsingaveita 
um nám og störf

SÆNS fékk styrk Starfsmenntaráðs til að gera þarfagreiningu og framkvæmdar- áætlun um upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.


Fyrirlestur dr. Ronald G. Sultana- Náms- og starfsráðgjöf, opinber stefnumótun og félagslegt réttlæti: Sérstaða smærri ríkjaFimmtudaginn 6. mars nk. kl. 16 heldur dr. Ronald G. Sultana, prófessor við Háskólann á Möltu opinn fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Í mörgum löndum er náms- og starfsráðgjöf orðin þáttur í opinberri stefnumótun,
sérstaklega þeirri sem snýr að mannauðs- og efnahagsþróun. Opinberir sjóðir
veita fjármagni í verkefni sem þeir telja að bæti þróun starfsferils hjá
einstaklingum og stjórnun þeirra á verkefnum sem koma upp á starfsferlinum.
Framfarir á þessu sviði komi öllum almenningi til góða.

Í fyrirlestrinum verður þessi afstaða gagnrýnd og þær forsendur sem hún hvílir á.
Einnig verður rætt um hvernig náms- og starfsráðgjöf getur eflt félagslegt
réttlæti á tímum ný-frjálshyggju. Þessi efni verða einnig skoðuð út frá
sérstöðu smærri ríkja.

 

Kynning á fyrirlesara:

Dr. Ronald SultanaRonald G. Sultana er prófessor í félags- og menntunarfræði við Háskólann á Möltu, þar sem hann stjórnar Euro-Mediterranean Centre for Educational Research. Hann er höfundur margra greina og bóka um tengsl á milli menntunar og atvinnu/atvinnuleysis, og hefur staðið að rannsóknum á
náms- og starfsráðgjöf bæði í Evrópu og í all nokkrum Arabaríkjum.

 

Sjá nánar: http://www.um.edu.mt/emcer

netfang: ronald.sultana@um.edu.mt