Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf

1.jpg

Rafræn ráðgjöf; möguleikar og markmið

Smellið á mynd til að nálgast skýrslu um námskeið í rafrænni ráðgjöf

Nú er hægt að nálgast skýrslu af námskeiði um rafræna ráðgjöf með þeim Jim Sampson og Raimo Vuorinen.

Hægt er að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast skýrsluna. 

 

Raddir fullorðinna notenda náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana.

Nálgast má skýrsluna með því að smella á myndina hér að ofan.

Upplýsingaveita 
um nám og störf

SÆNS fékk styrk Starfsmenntaráðs til að gera þarfagreiningu og framkvæmdar- áætlun um upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf. Smellið á myndina til að nálgast skýrsluna.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.


Árlegt málþing Félags- og mannvísindadeildar Háskóla ÍslandsÁrlegt málþing Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands verður haldið á Háskólatorgi, stofu HT 103, föstudaginn 25. janúar kl. 15.00-16.30.

Yfirskrift málþingsins er: Raddir og þöggun- Staðbundinn og hnattrænn margbreytileiki.

Meðal annarra mun Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf flytja erindið Raddir notenda. Í því fjallar hún um norræna rannsókn sem gerð var á því hvernig fullorðnir notendur meta náms- og starfsráðgjafarþjónustu. Sjónum verður sérstaklega beint að því hvað útlendingar og innlendir notendur segja um þjónustuna. 

 

Aðrir fyrirlesarar og erindi eru:

Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði: Margbreytileg staða og reynsla innflytjenda.
Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði: Um innflytjendur og huldufólk.
Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent í fötlunarfræði: Þið hafið orð til að lýsa mér.
Stefanía Júlíusdóttir lektor í bókasafns- og upplýsingafræði: Áhrif miðlunarmenningar á atvinnuþróun.
Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði:Örmiðlar í sókn og vörn.

Nánari upplýsingar um málþing og erindi fá finna með því að smella hér.